Einhver titill sem hæfir...
Já gott fólk nú er bara kominn mánudagur og það sem meira er að þetta er fyrsti mánudagur þessa októbersmánaðar. Október kominn...úff hvað tíminn er fljótur að líða.
Ég sit hérna í íbúðinni minni og er svona að kíkja aðeins á bækurnar. Dísa er hérna hjá mér. Hún er pínu lasin, með magakveisu. Teiknar á fullu hérna og ég á að ákveða alla litina. Voða gaman, en ég er nú aðeins farinn að láta á sjá þegar hún segir við mig enn einu sinni "Hvernig finnst þér þetta eigi að vera á litinn?" En hún er bara svo mikil dúlla.
Sif vinkona mín frá Íslandi er hérna í heimsókn. Hún kom hingað á laugardag og við erum búin að hafa það virkilega skemmtilegt hérna. Mikið spjallað og rölt og ég veit ekki hvað og hvað. Kíktum út að borða á laugardagskvöldið og fengum tyrkneskan mat, sem var mjög fínn. Svo í eftirrétt fékk ég tyrkneskt kaffi, sem var way too sweet, og Sif fékk sér tyrkneska baklava, sem er eitthvað sætt með ís...fékk að smakka og er ekki alveg að átta mig á bragðinu, en var bara ágætt.
Eftir matinn fórum við út á lífið og sáum ungvið og eldri við Odenseborgar skemmta sér og við höfðum bara gaman.
Í gær tókum flottan göngutúr niður í bæ, versluðum okkur túnfisk og kokkuðum hann um kvöldið. Allt saman ægilega gott.
Við enduðum kvöldið á að fara á Charlie and the Chocolatefactory sem er bara þrælgóð mynd og mæli ég sterklega með henni. Grunur minn um að Johnny Depp væri góður leikari var staðfestur í gær.
Jæja, nú ætla ég að sinna gestinum og dótturinni. Löng vika framundan sem endar svo á árshátíð á föstudag í skólanum. Hlakka bara mikið til að takast á við vikuna og svo fæ ég gullmolana mína á miðvikudag.
kveðja,
Arnar Thor
Ég sit hérna í íbúðinni minni og er svona að kíkja aðeins á bækurnar. Dísa er hérna hjá mér. Hún er pínu lasin, með magakveisu. Teiknar á fullu hérna og ég á að ákveða alla litina. Voða gaman, en ég er nú aðeins farinn að láta á sjá þegar hún segir við mig enn einu sinni "Hvernig finnst þér þetta eigi að vera á litinn?" En hún er bara svo mikil dúlla.
Sif vinkona mín frá Íslandi er hérna í heimsókn. Hún kom hingað á laugardag og við erum búin að hafa það virkilega skemmtilegt hérna. Mikið spjallað og rölt og ég veit ekki hvað og hvað. Kíktum út að borða á laugardagskvöldið og fengum tyrkneskan mat, sem var mjög fínn. Svo í eftirrétt fékk ég tyrkneskt kaffi, sem var way too sweet, og Sif fékk sér tyrkneska baklava, sem er eitthvað sætt með ís...fékk að smakka og er ekki alveg að átta mig á bragðinu, en var bara ágætt.
Eftir matinn fórum við út á lífið og sáum ungvið og eldri við Odenseborgar skemmta sér og við höfðum bara gaman.
Í gær tókum flottan göngutúr niður í bæ, versluðum okkur túnfisk og kokkuðum hann um kvöldið. Allt saman ægilega gott.
Við enduðum kvöldið á að fara á Charlie and the Chocolatefactory sem er bara þrælgóð mynd og mæli ég sterklega með henni. Grunur minn um að Johnny Depp væri góður leikari var staðfestur í gær.
Jæja, nú ætla ég að sinna gestinum og dótturinni. Löng vika framundan sem endar svo á árshátíð á föstudag í skólanum. Hlakka bara mikið til að takast á við vikuna og svo fæ ég gullmolana mína á miðvikudag.
kveðja,
Arnar Thor
Ummæli
Johnny Depp lék líka í mynd sem heitir The Brave, með Marlon Brando. Var að fá hana lánaða, geri mér nokkuð góðar vonir þar sem JD leikur í henni.
Hafðu það gott!